Hvað framleiða fjármálafyrirtæki ?

Örugglega telja fjármálafyrirtæki og matsfyrirtæki og allir þeir sem lifa af því að velta peningum annarra á milli sín það mjög slæmt ef á að á að lækka rentur þeirra um helming eða meira.

Ég fylltist bjartsýni við dóma hæstaréttar og þóttist sjá að nú færi að komast fast land undir þessi lán þannig að fasteigna- og bifreiðamarkaðurinn hér á landi fari að virka á eðlilegann hátt.  

Þannig gæti fólk farið að hagræða hjá sér og sníða útgjöldum sínum stakk eftir innkomu.

Hálfbyggð hús vítt og breitt um borgina seldust þeim sem efni hefðu á að fullbyggja þau o.s.fr.

Bankar og lífeyrissjóðir verða bara að slaka á í 2-3 ár þó hver banki skili ekki tugum milljarða í afgang ársfjórðungslega í miðju efnahagslægðarinnar.

Bankar geta reyndar tekið til í sínum rekstri með fækkun starfsfólks og útbúa s.b.r. nýlega frétt um alltof hátt hlutfall starfsfólks í fjármálafyrirtækjum m.v. nágrannalöndin.

Víkjum nú sjónum að þeim fyrirtækjum sem hagnast á dómunum.

Hvort er eftirsóknarverðara fyrir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar að keyra sjávarútvegsfyrirtæki í þrot eða fjármögnunarleigu ?

Fyrirtæki eins og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ? (sem borar eftir heitu vatni, þ.l. innlendri orku ?)

 Nei í mínum huga eiga þessir dómar standa óhaggaðir í þágu fyrirtækja og heimila í landinu.

 Tek fram að lokum að ég er ekki með lán í erl. mynt.

 

 


mbl.is Dómar Hæstaréttar ógna stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband